Íslensk hönnun, handgerðir skartgripir, silfur, fiskiroð, hraun!

Skartið!

Skratgripirnir eru hannaðir og handgerðir á Íslandi!

Efniviðurinn er líka íslenskur; fiskiroð og litlir sjávarslípaðir hraunmolar úr fjörunum okkar.

Hönnuður/eigandi:

Thora Hvanndal

Sími +354 6626416

thora.h@hotmail.com

Íslenskt hraun síðan 2005!

Við erum með hraun línu í skartinu sem í fyrstu umferð verður ekki með í vefverslun þar sem höfum ákveðið að setja eingöngu roð línuna í sölu hér til að byrja með. En það er sjálfsögðu alltaf hægt að senda fyrirspurnir um hraun skartið og við finnum útúr því, það munu koma inn myndir af og til og svo að sjálfsögðu eru fleiri myndir á Insta og FB

Allskonar fróðleikur

Geggjaða afgreiðsluborðið!

Hraunflæði að nóttu!

Viltu skreyta þig í stíl við eldgosið? Við erum með heila línu af ekta silfur skarti með laxa roði í litum eins og hraunflæði að nóttu til.

Eyrnalokkar í 3 stærðum!

Þessa ótrúlega þægilegu og flottu eyrnalokka höfum við gert frá árinu 2008 og eru þeir alltaf jafn vinsælir. Sennilega bæði vegna þess hversu léttir, þægilegir og hversu fjölbreytilegir þeir eru, það koma endalaust nýjir litir. Þessir lokkar eru líka tilvaldir fyrir ofnæmis “pésa” (eins og mig) þar sem þeir eru úr ekta silfri, ótrúlega léttir og hægt að setja festinguna í hak svo þeir liggi ekki þétt að sneplinum sem minnkar hættu á að óhreinindi safnist milli lokks og eyra sem getur aukið hættu á sýkingu/ofnæmisviðbrögðum.

Eru í þrem stærðum, 8mm, 10mm og 12mm (þvermál) og kosta frá 4000kr parið.