14 ára hringur og hvernig er best að þrífa svona hringa.


Svona er hringurinn minn eftir 14 ára stanslausa notkun. Ég tek hann nefnilega aldrei af mér, ég sef með hann, ég fer í bað, sund og heita potta með hann, ég vinn í verkstæði (sem er nú ekki beint hreinleg vinna) með hann og svona mætti lengi telja. Ég pússa hann ekki nema svona 1-2 á ári og þegar þessi mynd er tekin eru 5 mánuðir síðan ég pússaði hringinn! 

Hvernig er svo best að þrífa/pússa svona hringa? Það er ofur einfalt og allir ættu að eiga það sem til þarf: tannkrem og naglabursta (eða gamlan tannbursta).. já tannkrem.

Aðferð: setja tannkrem á þurran burstann og byrja bursta og klára svo undir köldu vatni, einfalt og fljótlegt!

Einnig er hægt að nota silfur “dip” ef maður á slíkt! 

Þetta á við um allt silfur og hraun skartið frá okkur.

Eitt sem ég vil líka benda á, sérstaklega í ljósi covid er að muna að þrífa vel undir hringum þegar handþvottur á sér stað, ég tók ekki eftir því fyrr en í covid að ég geri það ósjálfrátt í hverjum handþvotti, þar sem ég er með mjög viðkvæma húð og þoli illa sápurestar sem geta falið sig undir hringum þá færi ég alltaf hringinn fram á fingrinum og þvæ/skola vel og eins þegar ég þurrka á mér hendurnar :) og ættu í raun allir sem ganga með hringa að tileinka sér þetta, sérstaklega í ljósi aðstæðna!